Barnið fæddist lifandi

Hótel Frón.
Hótel Frón.

Lögreglan segir að móðir barns sem fannst látið í ruslagámi í Reykjavík um helgina verði yfirheyrð þegar hún verður útskrifuð af sjúkrahúsi. Lík barnsins var krufið í dag og samkvæmt heimildum mbl.is var barnið lifandi þegar það fæddist.

Móðirin, sem er lítháísk og 21 árs gömul, fæddi barnið sl. laugardag á Hótel Fróni, þar sem hún starfaði sem þerna. 

Hún var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Jafnframt var henni gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði.

Líklegt þykir að hún muni liggja á sjúkrahúsinu í einn til tvo daga til viðbótar. Þegar hún verður útskrifuð þá verður hún flutt á Litla Hraun þar sem hún mun sitja í gæsluvarðhaldi á meðan málið er í rannsókn.

Aðrir eru ekki í haldi lögreglu í þágu rannsóknar málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert