Tjá sig ekki að svo stöddu

Flugmenn felldu samning
Flugmenn felldu samning mbl.is/Friðrik Tryggvason

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að félagið muni ekki tjá sig að svo stöddu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Líkt og fram hefur komið felldu flugmenn samning við Icelandair naumlega.

Að sögn Guðjóns veit hann að stjórn FÍA og samninganefnd sitji á fundi í kvöld og ráði ráðum sínum. Ekki sé rétt að tjá sig um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar fyrr en flugmenn ákveði næstu skref.

51% þeirra sem greiddu atkvæði felldu samninginn en 49% samþykktu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka