Bílar þaktir tjöru eftir brunann

Tjara þakti bíla á bílaplani Eimskips.
Tjara þakti bíla á bílaplani Eimskips. Ljósmynd/Kistinn Eyjólfsson

Þeir voru ekki geðslegir bílar starfsmanna Eimskips eftir brunann hjá Hringrás í morgun. Tjara sem barst frá brennandi dekkjum þakti bílana.

Vindi lagði á haf út og því barst reykur ekki yfir íbúðabyggð. Fyrirtæki í nágrenni Hringrásar fengu hins vegar reyk og tjöru yfir sig. Bílar sem voru í nágrenninu voru því ekki fallegir á eftir.

Rannsókn á orsök brunans stendur yfir. en grunur leikur á að kveikt hafi verið í dekkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert