Eldur logar við Hringrás

Frá eldsvoðanum við Hringrás í nótt
Frá eldsvoðanum við Hringrás í nótt mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Eldur kviknaði í dekkjum við Hringrás í Klettagörðum á þriðja tímanum í nótt. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu er að berjast við eldinn en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er mikill eldur í dekkjunum.

Árið 2004 varð stórbruni á athafnasvæði Hringrásar á sama stað í nóvembermánuði.  Þá lagði reyk, sót og eiturgufur yfir nærliggjandi íbúabyggð og var miklum fjölda fólks gert að rýma heimili sín við Kleppsveg af þeim sökum, alls um 600 manns

Nú er hins vegar vindátt hagstæðari og er á haf út, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Því þarf ekki að rýma hús í nágrenninu enn sem komið er. 

Búið er að kalla út aukamannskap hjá slökkviliðinu enda um stórbruna að ræða, segir varðstjóri.

Lögregla hefur lokað götum í nágrenninu.

Notaðir eru kranar til þess að reyna að dreifa dekkjunum
Notaðir eru kranar til þess að reyna að dreifa dekkjunum mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Frá eldsvoðanum í Klettagörðum
Frá eldsvoðanum í Klettagörðum mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert