Slökkvistarfi að ljúka

Slökkviliðsmenn kasta mæðinni eftir að slökkvistarfi lauk að mestu. Í …
Slökkviliðsmenn kasta mæðinni eftir að slökkvistarfi lauk að mestu. Í baksýn sést brunnin grind hússins. mynd/Ösp Vilberg

Slökkvistarfi í Eden í Hveragerði virðist vera að ljúka að mestu. Lögregla íhugaði fyrir stundu að rýma nærliggjandi hús við Heiðmörk þegar fór að hreyfa vind og hætta  var á að reyk legði yfir hverfið en síðan var ekki talin þörf á því.

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um eldinn þegar klukkan var 10 mínútur yfir miðnætti.  Hann virðist hafa kviknað í eldhúsi Eden og breiðst mjög hratt út. Húsið var að mestu úr timbri og báruplast var á stórum hluta þaksins.  

Eldur í Eden

Eldurinn breiddist hratt út

Eden er rústir einar.
Eden er rústir einar. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
Mikill eldur logaði í Eden.
Mikill eldur logaði í Eden. mynd/Jón Ingi Jónsson
Gríðarlegan reyk lagði upp af eldinum.
Gríðarlegan reyk lagði upp af eldinum. mynd/Vilhjálmur Roe
Eldurinn logaði í öllu húsinu.
Eldurinn logaði í öllu húsinu. mynd/Vilhjálmur Roe
Slökkviliðsmenn fengu við lítið ráðið enda húsið alelda þegar að …
Slökkviliðsmenn fengu við lítið ráðið enda húsið alelda þegar að var komið. mynd/Vilhjálmur Roe
Hveragerði. Eden er til hægri á myndinni fyrir miðju.
Hveragerði. Eden er til hægri á myndinni fyrir miðju. www.mats.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert