Léleg loftgæði í Reykjavík

Mynd tengist frétt óbeint.
Mynd tengist frétt óbeint. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talsvert magn ösku mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands mun svifryk aukast í borginni í dag en undir kvöld er búist við rigningu. Segir hann öskuna berast til borgarinnar með sterkum vindum.

Í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar segir að búast megi við öskufoki syðst á landinu fram á nótt. Einkum frá Vík og vestur fyrir Eyjafjöll sökum ríkjandi suðaustlægra vinda. Reikna má með að loftgæði batni í nótt og á morgun þegar dregur úr vindi. 

Styrkur svifryks í Reykjavík gæti farið yfir heilsuverndarmörk í dag. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er bent á að taka tillit til aðstæðna, segir í tilkynningu.

Fólki er bent á að fylgjast með loftgæðum í Reykjavík á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert