„Mjög tilfinningaríkur og yndislegur fundur“

Sigrún segist upplifa sig sátta og hefur nú afhent þjóðkirkjunni …
Sigrún segist upplifa sig sátta og hefur nú afhent þjóðkirkjunni stein sem er táknrænt merki um þá byrðar sem hún hafi þurft að bera. mbl.is/Eggert

„Ég get aldrei fengið þessi 33 ár af lífi mínu bætt. En það er komin sátt í málið, þetta var mjög tilfinningaríkur og yndislegur fundur,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein kvennanna sem sökuðu Ólaf Skúlason, fyrrum biskups, um kynferðisbrot.

Í gær var undirrituð sátt á milli þjóðkirkjunnar annarsvegar og Sigrúnar, Dagbjartar Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hins vegar.

Sigrún segist upplifa sig sátta og hefur nú afhent þjóðkirkjunni stein sem er táknrænt merki um þá byrðar sem hún hefur þurft að bera á öxlum sér árum saman. „Kirkjan mun þurfa að vinna í sínum málum áfram til að vinna traust almennings á ný.“

„Ég er afar ánægður með að það skulu hafa náðst sættir í afar viðkvæmu og sársaukafullu máli. Ég er þakklátur þeim sem unnið hafa að þessari lausn málsins. Hér eru kaflaskil sem gefa vonir um að við getum einbeitt okkur að því að leysa önnur mikilvæg mál sem við er að etja,“ segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert