Fréttaskýring: Þýðingarmikið mál fyrir fatlað fólk

Alexander krefst þess að Mosfellsbær niðurgreiði leigubílaferðir fyrir hann til …
Alexander krefst þess að Mosfellsbær niðurgreiði leigubílaferðir fyrir hann til og frá vinnu. Núverandi staða sé íþyngjandi. mbl.is/Ómar

Nú liggur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur fyrsta málið þar sem kröfur eru byggðar á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Alexander Hrafnkelsson er blindur einstaklingur sem sakar Mosfellsbæ um að vanrækja lögboðnar skyldur sínar með því að veita honum ekki fullnægjandi ferðaþjónustu. Hann hefur stefnt bænum og fer fram á sambærilega ferðaþjónustu og Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög veita fötluðu fólki í hans stöðu. Málið sætir flýtimeðferð hjá héraðsdómi.

Klukkutíma á leið til vinnu

„Reykjavíkurborg er alveg til fyrirmyndar hvað þetta varðar og niðurstaðan þar er sú að leigubílaþjónustan er ódýrari,“ segir Páll Rúnar M. Kristinsson, lögmaður Alexanders. Hann heldur því fram að Mosfellsbæ beri skylda til að veita fötluðu fólki tiltekna þjónustu svo það geti stundað nám, vinnu og tómstundir til jafns við ófatlaða. Þjónustan eigi þar með að vega upp þá skerðingu sem hinn fatlaði búi við. „Það eina sem ég vil gera er að sækja vinnu mína en það gerir mér kleift að greiða skatta til ríkisins og útsvar til bæjarfélagsins. Það virðist hins vegar henta Mosfellsbæ betur að hafa mig heima,“ segir Alexander. Mál Alexanders gegn Mosfellsbæ er ekki síður þýðingarmikið fyrir þær sakir að hann, ásamt lögmanni sínum, byggir kröfurnar m.a. á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. En það er í fyrsta skipti sem aðalkrafa í íslensku dómsmáli er byggð á samningnum. Samningurinn hefur verið undirritaður af Íslands hálfu en er þó ekki lögfestur hér á landi. Hins vegar má finna lögbundið túlkunarákvæði í lögum um málefni fatlaðs fólks sem var bætt inn í lögin í fyrra. Þar segir að við framkvæmd laganna skuli meðal annars taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum kemur fram að fatlað fólk eigi að geta farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, því hentar gegn viðráðanlegu gjaldi. Páll Rúnar segir að þetta sjónarmið ætti með réttu að hafa mikla þýðingu í málinu.

„Okkur vantar skýrt dómafordæmi um hvaða þýðingu samningur Sameinuðu þjóðanna hefur á Íslandi,“ segir Páll Rúnar. Hann bendir á að litið hafi verið til annarra ólögfestra alþjóðasamninga með samræmisskýringu. Þannig hafi íslensk lög verið túlkuð með tilliti til alþjóðasamninga. Skýr dæmi um það sé til dæmis notkun Mannréttindasáttmála Evrópu áður en hann var lögfestur.

„Ef dómstóllinn ákveður að líta til sáttmálans mun það hafa veruleg áhrif fyrir stóra hópa fatlaðs fólks. Það mun einnig breyta miklu fyrir langveik og fötluð börn,“ segir Páll Rúnar.

Hafnaði niðurgreiðslu

Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður segir lög og alþjóðasáttmála alveg skýr að því leyti að tryggja beri fötluðum alla nauðsynlega þjónustu svo þeir standi ófötluðum jafnfætis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert