„Fálkastofninn hefur nokkuð látið á sjá“

Tignarlegur fálki á flugi.
Tignarlegur fálki á flugi. Ljósmynd/Peter Lovas

„Í ár voru tæp 60% eða 49 fálkaóðul af 83 í Þing­eyj­ar­sýslu í ábúð. Fálka­stofn­inn hef­ur nokkuð látið á sjá í ár. Rjúpna­há­mark var í fyrra en það líða 10 til 11 ár á milli rjúpna­há­marka.“

Þetta seg­ir Ólaf­ur Karl Niel­sen, vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, í um­fjöll­un um ástand fálka­stofns­ins í Morg­un­blaðinu í dag. Um 80 fálkaóðul eru heim­sótt á ári hverju og fálka­varp skoðað en það gef­ur vís­bend­ingu um stærð stofns­ins á svæðinu.

„Við höf­um verið að telja síðan 1981 þannig að við höf­um sam­an­b­urð aft­ur í tím­ann,“ seg­ir Ólaf­ur. Seg­ir Ólaf­ur fálka­stofn­inn sveifl­ast og að stærð hans ráðist af stærð rjúpna­stofns­ins enda sé rjúp­an aðalfæða fálk­ans allt árið um kring.

Ólaf­ur seg­ir fálka­varp vera viðkvæmt fyr­ir tíðarfari og það hafi end­ur­spegl­ast á þessu ári. Maí­mánuður hafi verið erfiður í ár með mikl­um snjó og mikl­ar rign­ing­ar hafi verið í júní. Það hafi valdið lé­leg­um varpár­angri en þó ekki með af­brigðum lé­leg­um miðað við fyrri ár.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert