Skólinn ekki rekstrarhæfur

Hilmar Oddsson
Hilmar Oddsson Af vef Kvikmyndaskólans

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hef­ur lokið mati sínu á rekstr­ar­hæfi Kvik­mynda­skóla Íslands. Niðurstaða þess er að skól­inn geti ekki upp­fyllt skil­yrði viður­kenn­ing­ar um rekstr­ar­hæfi.

Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur und­ir mat ráðuneyt­is­ins og tel­ur auk þess rétt að ráðist verði í sér­staka út­tekt á því hvernig farið hef­ur verið með fram­lag rík­is­ins til skól­ans. Í ljósi þessa er ekki unnt að ganga til samn­inga við Kvik­mynda­skóla Íslands um hækk­un á fjár­fram­lög­um til hans meðan svo mik­il óvissa rík­ir um rekst­ur­inn, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra fundaði með for­svars­mönn­um Kvik­mynda­skóla Íslands í dag og kynnti þeim fyrr­greinda af­stöðu. Áréttaði ráðherra að skól­inn hefði skuld­bind­ing­ar gagn­vart nem­end­um og óskaði eft­ir svör­um um hvernig hann hygðist standa við þær.

Að lokn­um fundi með for­svars­mönn­um skól­ans fundaði ráðherra með nem­end­um og kynnti þeim þá stöðu sem upp er kom­in.

Beðið er upp­lýs­inga um áform skól­ans um næstu skref og þá með hvaða hætti ráðuneytið get­ur komið að þeim skref­um með hags­muni nem­end­anna að leiðarljósi, seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Merki Kvikmyndaskóla Íslands.
Merki Kvik­mynda­skóla Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka