Ræddi við rektor um skrif Þórólfs

Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.

Formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda (LS) til­kynnti rektor Há­skóla Íslands í vik­unni, að sam­tök­in væru hætt við að kaupa vinnu af Hag­fræðistofn­un HÍ varðandi stefnu­mót­un í sauðfjár­rækt. Ástæðan er óánægja bænda með skrif deild­ar­for­seta hag­fræðideild­ar HÍ um fram­leiðslu og verðlagn­ingu kinda­kjöts.

Fram kem­ur á vef Bænda­blaðsins, að Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda, hafi á mánu­dag átt fund með Krist­ínu Ing­ólfs­dótt­ur, rektor Há­skóla Íslands, um þessi mál en bænd­um hafi þótt veru­lega að sér vegið í skrif­um Þórólfs Matth­ías­son­ar, pró­fess­ors og deild­ar­for­seta hag­fræðideild­ar, í fjöl­miðlum.

Haft er eft­ir Sindra á vef Bænda­blas­ins, að rektor hafi ekki tekið af­stöðu til gagn­rýn­inn­ar á Þórólf í ljósi frels­is starfs­manna til að tjá skoðanir sín­ar.  En Sindri seg­ist hafa sagt Krist­ínu, að inn­an LS þætti mönn­um ekki leng­ur stætt á að kaupa vinnu af þess­ari stofn­un á sama tíma og deild­ar­for­set­inn stundaði bein­ar árás­ir á stétt sauðfjár­bænda.

Fram kem­ur að á fundi með for­svars­mönn­um sauðfjár­bænda og Hag­fræðistofn­un­ar í júlí hafi verið rædd­ar  hug­mynd­ir um verk­efni í sam­vinnu við Hag­fræðistofn­un til að meta hagræðing­ar­mögu­leika í slát­uriðnaði. Var málið sett í það ferli að Hag­fræðistofn­un gerði drög að verk­efn­istil­lögu ásamt verðhug­mynd.

Sig­urður Eyþórs­son, fram­kvæmda­stjóri LS, sendi Hag­fræðistofn­un hins veg­ar tölvu­póst í gær­morg­un þar sem óskað er eft­ir að öll vinna við þetta verk­efni af hálfu Hag­fræðistofn­un­ar verði stöðvuð. LS treysti sér ekki leng­ur til að vinna verk­efnið í sam­vinnu við Hag­fræðistofn­un vegna mál­flutn­ings deild­ar­for­seta hag­fræðideild­ar HÍ um sauðfjár­rækt­ina í fjöl­miðlum.

Bent sé á í tölvu­póst­in­um, að þótt deild­ar­for­set­inn sé ekki beinn starfs- eða stjórn­ar­maður Hag­fræðistofn­un­ar séu tengsl deild­ar­inn­ar og stofn­un­ar­inn­ar óhjá­kvæmi­lega náin. Deild­ar­for­seti hag­fræðideild­ar hljóti jafn­framt að bera fag­lega ábyrgð á því sem hann setji fram og það sem hann segi hafi áhrif á orðspor beggja meðal bænda. Því hafi LS tekið ákvörðun um að hætta við fyr­ir­hugaða sam­vinnu við Hag­fræðistofn­un.

Vef­ur Bænda­blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert