Tilkynningahnappar gegn lögum

Persónuvernd segir, að það samræmist ekki sjónarmiðum laga, að opinberar stofnanir, þar á meðal embætti ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun, veiti almenningi kost á að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um hugsanleg lagabrot annarra.

Á vefsíðum þessara stofnana eru sérstakir hnappar fyrir nafnlausar ábendingar um meint svik o.þ.h. Niðurstaða Persónuverndar er sú að það samrýmist ekki grundvallarreglum um vandaða vinnsluhætti að stjórnvöld hvetji menn með þeim hætti til að koma sín persónuupplýsingum í skjóli nafnleyndar.

Hefur Persónuvernd lagt fyrir stofnanirnar að gæta öryggis við vinnslu persónuupplýsinga sem tengjast ábendingum sem þeim berast um hugsanleg brot einstaklinga gegn lögum um atvinnuleysistryggingar eða skattalögum.

Vefur Persónuverndar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert