Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum

Huang Nubo.
Huang Nubo.

Huang Nobu, stjórnarformaður kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group, keypti í gær jörðina Grímsstaði á Fjöllum í Norðurþingi. Kaupsamningurinn er háður því skilyrði að leyfi bæði kínverskra og íslenskra yfirvalda fáist til kaupanna.

Á Grímsstöðum hyggst Huang byggja m.a. fimm stjarna hótel og átján holna golfvöll. Hann reiknar með að heildarfjárfestingin á svæðinu verði á bilinu 10-20 milljarðar króna.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár. Að því loknu hefur Huang hug á að byggja fimm stjarna hótel í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert