Foringi vélhjólagengisins Black Pistons neitaði fyrir dómi í morgun að hafa átt þátt í líkamsárás á karlmanni í maí sl. Hann hafi hugsanlega stuggað við honum en að öðru leyti ekki átt hlut að máli. Hann neitaði að hafa hótað öðrum sakborningi í málinu til að hann tæki á sig sök.
Maðurinn, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, sagði rétt að fórnarlambið og annar sakborningur í málinu hefðu komið til sín í maí sl. og þar hefðu brotist út átök milli þeirra. Hann hefði sjálfur ekki tekið virkan þátt í átökunum, hugsanlega hrint manninum, en ætti jafnvel sök á nokkrum marblettum.
Hann kannaðist ekki við að hafa hótað manninum, svipt hann frelsi eða nokkuð annað sem í ákæru greinir. Í málinu eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa þriðjudaginn 11. maí og aðfaranótt 12. maí sl. svipt karlmann frelsi sínu, haldið honum nauðugum á heimili annars þeirra sem og í geymsluhúsnæði í eigu tengdaföður annars þeirra, misþyrmt honum og svívirt með margvíslegum hætti.
Ríkharð viðurkenndi að hugsanlega hefði verið gengið of langt þetta kvöld en mennirnir hefðu verið undir áhrifum vímuefna. Hann hefði ekki átt sök á því.
Aðalmeðferðin heldur áfram