Kapítalið tekið fram yfir fólkið

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

„Er­inda­gjörð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og full­trúa hans til Íslands var öðru frem­ur að passa  upp á hags­muni alþjóðafjár­mála­kerf­is­ins,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra í pistli á vefsíðu sinni um sam­starfið við AGS. Hann skrif­ar að „kapí­talið“ hafi verið tekið fram yfir hags­muni ís­lensks al­menn­ings.

Sam­starf­inu er sem kunn­ugt er ný­lokið.

Ögmund­ur viður­kenn­ir þó að já­kvæðar hliðar hafi verið á sam­starf­inu: 

„Ef ég ætti að reyna að finna ljós­an blett á Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sem hér hef­ur verið í heim­sókn um skeið, þá myndi ég nefna að sam­kvæmt mín­um dómi var hann stund­um raun­særri á sitt­hvað sem varðar gjald­eyr­is­flutn­inga en marg­ur land­inn sem vildi opna allt upp á gátt og leyfa þar með „spek­úlönt­um“ að valsa inn og út úr hag­kerf­inu að vild.“

Virðing fyr­ir fjár­magn­inu í önd­vegi 

Ráðherr­ann seg­ir sjóðinn hafa tekið sér stöðu með fjár­magn­söfl­un­um.

„Þetta breyt­ir ekki þeirri staðreynd að er­inda­gjörð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og full­trúa hans til Íslands var öðru frem­ur að passa  upp á hags­muni alþjóðafjár­mála­kerf­is­ins og inn­ræta til­hlýðilega virðingu fyr­ir því í gjörðum ís­lenskra stjórn­valda.

Þetta voru þrösk­uld­arn­ir sem Íslend­ing­ar yrðu að stíga yfir til að fá aðgang að er­lendu láns­fjár­magni sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn var reynd­ar áfjáður í að við tækj­um til að standa skil á okk­ar skuld við kapí­talið - og þá skuld upp­áskrifaða af rík­inu fyr­ir hönd skatt­borg­ara framtíðar­inn­ar.“

Hags­mun­ir alþýðunn­ar ekki í for­grunni

Hann bend­ir á að hags­mun­ir alþýðunn­ar hafi aldrei verið í for­gangi. 

„Á veg­um AGS var aldrei spurt um það svo ég heyrði til, hvaða áhrif hag­fræðimód­el sjóðsins hefði á líf fólks í land­inu; hvernig ástandið væri á spít­öl­um eða hvort ör­yrkj­ar næðu end­um sam­an eft­ir skerðingu á lög­bundn­um kjör­um þeirra.  Það stóð hins veg­ar ekki á AGS þegar rætt var um hug­mynd­ir um al­menna niður­færslu lána, fyrn­ingu vegna gjaldþrota, hall­ann á rík­is­sjóði og fjár­mála­skuld­bind­ing­ar út í lönd. Þá var sjóður­inn mætt­ur með all­ar sín­ar ráðlegg­ing­ar og dóms­dags­spár.“

Til­skip­an­ir í stað sam­starfs og sam­vinnu

Ögmund­ur vík­ur einnig að sam­skipt­um sjóðsins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vildi líka láta inn­ræta okk­ur vinnu­brögð við fjár­laga­gerð sem byggðu á til­skip­un­um að ofan og minn­ist ég sér­stakr­ar kennslu­stund­ar, sem efnt var til með rík­is­stjórn­inni til að kenna til­skip­un­ar­fræðin.

Af þess­um sök­um fagna ég brott­hvarfi AGS og vona að okk­ur tak­ist að losa okk­ur sem fyrst und­an inn­ræt­ingu sjóðsins svo arf­leifð þessa varðmanns alþjóðafjár­magn­is fest­ist ekki í sál­ar­lífi stjórn­málaþjóðar­inn­ar til fram­búðar.

Ég er ekki í hópi þakk­látra út­skrift­ar­nema úr skóla Alþjóðagjald­eyr­iss­sjóðsins.“

Pist­il Ögmund­ar má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka