Innanríkisráðuneytinu hefur nú borist umsókn frá kínverska fjárfestinum Huang Nubo um leyfi til kaupa jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti þetta við mbl.is.
Huang Nubo samdi sem kunnugt er um kaup á jörðinni með því skilyrði að leyfi íslenskra stjórnvalda fengist. Kaupverðið er einn milljarður króna. Kaupin eru háð samþykki íslenskra stjórnvalda þar sem Huang er hvorki íslenskur ríkisborgari né búsettur innan Evrópska efnahagssvæðisins.