Ísland ekki nægilega undirbúið í landbúnaðarmálum

Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.
Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.

Pólverjar, sem fara með formennsku í Evrópusambandinu, hafa tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að Ísland sé ekki nægilega búið undir samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Segir í bréfinu, sem Jan Tombinski, fastafulltrúi Pólverja skrifar undir,  að Evrópusambandið telji að ekki sé hægt að taka upp samningaviðræður á þessu sviði fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Telji Evrópusambandið að forsenda þess að hægt sé að hefja samningaviðræður um landbúnað sé að íslensk stjórnvöld leggi fram tímasetta vinnuáætlun. Áætlunin kveði á um hvernig Ísland hyggist verða að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem af aðildarsamningi leiða á fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tekið er fram í bréfinu að taka skuli tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að í rýniskýrslu Evrópusambandsins endurspeglist málflutningur fulltrúa Íslands í viðræðuferlinu hingað til um mikilvægi og sérstöðu íslensks landbúnaðar en í henni komi m.a. fram:

  1. Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar, fæðuöryggis og sjálfbærni.
  2. Að sérstaða íslensks landbúnaðar sé rík einkum vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis.
  3. Stjórnsýslan sé sniðin að innlendum aðstæðum, umfangi og eðli landbúnaðarins og koma verði í veg fyrir að stjórnsýsla verði of umfangsmikil.
  4. Til að hægt sé að mæta þörfum landbúnaðarins muni verða nauðsynlegt að leita sérstakra lausna fyrir Ísland. 

Rýniskýrsla Evrópusambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert