2-300 störf á næstu 3 árum

Magnús Scheving verður forstjóri Latabæjar innan Turner-samsteypunnar. Hann segir að á næstu þremur árum verði um 8 milljón dollurum veitt í framleiðslu nýrra þátta hér á Íslandi. Þetta geti skapað á milli 200 og 300 ný störf.

Söluverð fyrirtækisins er um 2,5 milljarðar króna og Magnús segir ljóst að sumir fjárfestar sem hafi tekið þátt í ævintýrinu á liðnum árum muni tapa einhverju fé. Hinsvegar hafi náðst viðunandi lending og að framtíð Latabæjar sé björt.

Hann mun leika Íþróttaálfinn á næstu árum og vonast til að Stefán Karl Karlsson leiki  Glanna Glæp áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert