Friðrik Ólafsson meðal keppenda

Friðrik Ólafsson keppir eftir níu ára hlé.
Friðrik Ólafsson keppir eftir níu ára hlé.

Norðurlandamót öldunga í skák hefst í dag, laugardag, og lýkur hinn 18. september. Teflt er í skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Mótið er í senn það langsterkasta og fjölmennasta frá upphafi en fyrsta NM öldunga var haldið 1999 í Karlstad í Svíþjóð.

Til leiks eru skráðir 55 keppendur og þar á meðal þrír stórmeistarar. Þar ber nafn Friðriks Ólafssonar langhæst en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik teflir á kappskákmóti hérlendis síðan 2002. Einnig taka þátt finnsku stórmeistararnir Yrjo Rantanen og Heikki Westerinen. Fjölmargir Íslendingar taka þátt í mótinu.

Teflt verður daglega og hefjast umferðir kl. 14 með einni undantekningu. Átta skákir í hverri umferð verða sýndar beint á netinu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.skak.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert