Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara nú laust eftir miðnættið. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu á föstudagsmorgni.
Yfirgnæfandi meirihluti félaga í Flugfreyjufélaginu studdi verkfallsaðgerðir félagsins sem boðaðar voru síðar í þessum mánuði og í fyrrihluta október. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir í dag.