Vilja myndir af sunnudagsmat

mbl.is/Kristinn

Sunnudagar eru kjörnir til að fá fjölskyldu og vini í heimsókn. Þeir sem standa að hátíðinni Full borg matar hvetja fólk til að halda slík matarboð í dag og senda mynd af stemningunni við borðið á facebook-síðu hátíðarinnar.

Einar Þór Karlsson, starfsmaður höfuðborgarstofu, og fjölskylda hans buðu upp á lambalæri, grænar baunir, kartöflur og brúna sósu, alvörusunnudagsmat. Af myndinni að dæma hljóta einhverjir að hafa borðað yfir sig, svo girnilegt er lærið.

Aðrir viðburðir í dag eru bollakökukeppnin Fröken Reykjavík í Norræna húsinu milli kl. 13 og 14 og síðan verða verðlaun veitt fyrir bestu hátíðarmatseðla veitingastaðanna um kl. 16. Hátíðinni lýkur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert