Samið um leigu á Laxá á Ásum

Eric Clapton er meðal þeirra sem hafa veitt í Laxá …
Eric Clapton er meðal þeirra sem hafa veitt í Laxá á Ásum en undanfarin ár hefur hann veitt í Vatnsdalsá Reuters

Veiðifélag Laxár á Ásum hefur samið við nýjan leigutaka til næstu fimm ára. Nýi leigutakinn er Salmon Tails ehf. og gildir samingur milli aðila frá 2012.

Laxá á Ásum er skammt utan Blönduóss og er veitt með tveimur stöngum í ánni.

Fyrir sumarið 2012 verður reist nýtt veiðihús við ána en núverandi veiðihús árinnar er komið vel til ára sinna.

Salmon Tails ehf. er í eigu þriggja aðila, Eiríks Þorlákssonar hrl., Elíasar Blöndal lögfræðings og Arnars Jóns Agnarssonar veiðimanns og leiðsögumanns, en félagið sérhæfir sig í leigu á laxveiðiréttindum og endursölu þeirra til veiðimanna. Félagið hefur einnig á leigu Mýrarkvísl í Reykjahverfi skammt frá Húsavík, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert