Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa veist að konu utandyra á Austurvelli í Reykjavík þar sem hún var að hafa þvaglát, og sett tvo fingur í endaþarm hennar.
Þetta gerðist í maí á þessu ári. Maðurinn játaði að hafa veist að konunni en hafnaði því að um væri að ræða nauðgun. Héraðsdómur taldi hins vegar að háttsemi mannsins teldist vera kynferðismök í skilningi almennra hegningarlaga og sakfelldi hann fyrir nauðgun.
Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar.