Helgi í Góu opnar nýjan stað

Helgi í Góu.
Helgi í Góu.

„Maður er bara að reyna að skaffa vinnu,“ seg­ir Helgi Vil­hjálms­son, bet­ur þekkt­ur sem Helgi í Góu, en hann und­ir­býr nú opn­un nýs veit­ingastaðar Kentucky Fried Chicken.

Helgi seg­ir und­ir­bún­ing­inn hafa staðið yfir í eitt ár og tals­verðan tíma taki að upp­fylla öll nauðsyn­leg leyfi fyr­ir veit­ingastaðnum, en hann er sagður nær til­bú­inn. „Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru kom­in.“

Helgi seg­ir að með opn­un staðar­ins muni skap­ast um 20 til 25 ný störf og von­ast hann til að nýja staðnum verði vel tekið, en hann stend­ur við Olís á Sæ­braut.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert