,,Eggið hæfði mig á vondan stað"

Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, fékk egg í höfuðið.
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, fékk egg í höfuðið. mbl.is/ Júlíus Sigurjónsson

Egg og ávextir dundu á þingmönnum þegar þeir gengu frá Alþingishúsinu að dómkirkjunni um hálf tíu leytið í morgun. Einn þingmannanna, Árni Þór Sigurðsson, fékk egg í höfuðið, féll við og þurfti aðstoð annarra þingmanna við að komast á fætur.


,,Ég fékk egg í gagnaugað vinstra megin," sagði Árni. ,,Eggið hæfði mig á vondan stað þannig að mér sortnaði fyrir augum og missti jafnvægið. Mig svimar örlítið núna, en að öðru leyti er ég búinn að jafna mig."

Hann sagði líka að mikilvægt væri að mótmælin færu friðsamlega fram.

,,Auðvitað eiga allir rétt á að mótmæla og koma sínum skoðunum á framfæri við stjórnvöld og okkur þingmenn, en ef það er komið út í það að skemma og meiða þá eru menn komnir út fyrir eðlileg mörk. Það er mikilvægt að standa saman um þau mikilvægu verkefni sem bíða okkar sem samfélags."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert