Rangfærslur í frétt NRK

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Kristinn Ingvarsson

Jó­hann­es Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri Pípu­lagna­verk­taka ehf, seg­ir frétta­flutn­ing norska rík­is­út­varps­ins um lús­ar­laun ís­lenskra pípu­lagn­inga­manna í bygg­ing­ar­vinnu í Nor­egi, rang­an. Tíma­kaup þeirra hafi verið að lág­marki 2.450 krón­ur en ekki 1.100 krón­ur eins og fram kom í frétt­inni.

Jó­hann­es seg­ir að inni í þess­ari tölu sé svo­kölluð staðar­upp­bót en að auki fái menn­irn­ir frítt fæði, hús­næði og ferðir. Lægst launaði verkamaður­inn hjá fyr­ir­tæk­inu fái greidd­ar 1.800 krón­ur á tím­ann og því sé sú tala sem NRK nefn­ir al­gjör­lega röng.

Í frétt NRK seg­ir einnig að norska vinnu­eft­ir­litið telji að fyr­ir­tækið hafi brotið á vinnu­markaðslög­um og gengst Jó­hann­es við því. Þar hafi þó verið um mis­skiln­ing að ræða.

„Þetta er rétt að því leyti að þegar við fór­um af stað var okk­ur sagt af norsk­um bókur­um að við mætt­um borga ís­lensk laun í sex mánuði en eft­ir það þyrft­um við að borga norsk laun. En þetta átti ekki við rök að styðjast. Við feng­um rang­ar upp­lýs­ing­ar frá sér­fræðing­um, að við töld­um,“ seg­ir Jó­hann­es.

Hann seg­ir að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins muni fá mis­mun­inn greidd­an aft­ur í tím­ann en lág­marks­laun í Nor­egi fyr­ir iðnaðar­menn eru 159 krón­ur norsk­ar, eða um 3.200 krón­ur ís­lensk­ar, á tím­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert