Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, skorar í grein í Morgunblaðinu í dag á leiðtoga heims að taka upp þráðinn frá leiðtogafundi sínum og Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hófst í Reykjavík fyrir 25 árum, og útrýma kjarnorkuvopnum.
„Þrátt fyrir allan okkar ágreining deildum við Reagan sterkri sannfæringu um að siðmenntuð ríki ættu ekki að framleiða svo villimannleg vopn til að tryggja öryggi sitt,“ skrifar hann.
Gorbatsjov segir að skortur sé á leiðtogum með dirfsku og sýn til að gera kjarnorkuafvopnun á ný að þungamiðju friðsamlegrar skipunar heimsmála. „Í Reykjavík sannaðist að hægt er að uppskera með dirfsku.“