Hugo Þórisson sálfræðingur segir mikilvægast að einelti sé upprætt strax og það greinist hjá skólayfirvöldum og til þess þurfi samvinnu foreldra gerenda og þolenda. Aðeins þá sé hægt að byrja að byggja upp sjálfsmat fórnalamb eineltisins. Ábyrgð foreldra sé mikil að kenna börnum sínum að setja sig í spor annarra.