Landamæragæsla á Keflavíkurflugvelli var strax hert eftir ránið í úraverslun Michelsen í morgun, ef ske kynni að ræningjarnir reyndu að komast úr landi, samkvæmt heimildum mbl.is.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur hörðum höndum að því að hafa uppi á ræningjunum og er meðal annars verið að kanna upptökur úr öryggismyndavélum og fleiri vísbendingar.