Hugsanlegur flóttabíll fundinn

Bílinn, sem fannst í gangi í miðborginni í dag.
Bílinn, sem fannst í gangi í miðborginni í dag. mbl.is/Júlíus

Bíll, sem stóð í gangi við stöðumæli skammt fyrir ofan skartgripaverslunina Michelsen, er hugsanlega talinn tengjast ráni, sem framið var í versluninni í  morgun.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var tilkynnt um helgina, að þessum bíl hefði verið stolið.

Bíllinn var við Vegamótastíg aðeins nokkrum tugum metra frá skartgripaversluninni en vegfarandi veitti því athygli um hádegisbil í dag að bíllinn hafði staðið þar lengi og var vélin í gangi. Búið var að setja stöðumælasekt á bílinn.

Vopnað rán var framið í úraverslunnni Michelsen á ellefta tímanum í morgun. Ræningjarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Þeir voru vopnaðir byssum og hafa tvær þeirra fundust, en um eftirlíkingar er að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert