Grafinn lax innkallaður

Grafinn lax frá Reykhólum, sem er merktur best fyrir 15.11.2011 …
Grafinn lax frá Reykhólum, sem er merktur best fyrir 15.11.2011 hefur verið innkallaður. Myndin er úr myndasafni. Kristinn Ingvarsson

Reykhúsið Reykhólar hefur tilkynnt Matvælastofnun að það hafi ákveðið að stöðva sölu og innkalla af markaði grafinn lax vegna bakteríunnar Listeria monocytogenes. Bakterían greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar.

Innköllunin nær til dagsetningarinnar „best fyrir 15.11.2011“. Neytendur sem hafa í fórum sínum, í kæli eða frysti, pakkningar með ofangreindri vöru með þessari „best fyrir dagsetningu“ eru beðnir að skila vörunni með því að hafa samband við Reykhúsið Reykhóla í síma 824 8130. Varan, með þessum líftíma, hefur verið tekin af markaði.

Listeria monocytogenes getur valdið matarsýkingum hjá áhættuhópum en það eru barnshafandi konur og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert