Biskup harmi sleginn

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. mbl.is/Ómar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagðist harmi sleginn yfir þeim mistökum sem gerð hefðu verið. Þetta kom fram í máli Karls við upphaf námskeiðs um kynferðisofbeldi og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga í Neskirkju í morgun. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV.

„Ég bið fyrir því, sagði hann, að við sem leiðtogar, sem kirkja og þjóðfélag lærum af mistökum."

Hann sagði að vegum kirkjunnar væri verið að vinna að úrbótum og ýmsar úrbætur hefðu þegar verið gerðar. Kirkjan væri þakklát þeim einstaklingum og samtökum fyrir ómetanlegt framlag þeirra varðandi þetta málefni. Hluti af lærdómsferlinum væri heimsókn Mary Fortune hingað til lands.

Kirkjan muni aldrei líða ofbeldi af neinu tagi. Kirkjan sé stöðugt að læra til þess að vera betur í stakk búin til að bregðast við. Það sé hins vegar aldrei hægt að útskrifast með láði eða vera fullnuma í þeim lærdómi, sagði biskup ennfremur samkvæmt frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert