Vilja breyta Hofsvallagötu

Rætt var um framtíð Hofsvallargötu á íbúafundi í Vesturbænum í …
Rætt var um framtíð Hofsvallargötu á íbúafundi í Vesturbænum í gærkvöldi

Fundarmenn á íbúafundi, sem var haldinn á vegum Hverfisráðs Vesturbæjar í gærkvöldi, eru einhuga um að umferðin um Hofsvallagötu er of hröð, ógni öryggi gangandi vegfarenda og geri götuna óvistlegri sem almenningsrými.

Hverfisráð Vesturbæjar blés til þessa fundar til að virkja íbúanna til samráðs um það hvernig best væri að breyta götunni, en Jón Gnarr borgarstjóri hefur heitið peningum til framkvæmdanna, segir í tilkynningu.

Tæplega 100 manns mættu til fundarins og skiptust á skoðunum um hönnun, borgarrými, vistgötur og hraðbrautir. Að loknum fundinum var Hverfisráðinu falið að ræða við hagsmunaaðila í hverfinu, svo sem skóla, íþróttafélög, þjónustustofnanir og fyrirtæki, og að því búnu útbúa forsögn að nýrri hönnun. Annar íbúafundur verður haldinn að loknu samráðsferlinu, þar sem málið verður borið undir íbúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka