Sendiráðið skuldar ekkert

Big Ben gnæfir yfir þinghúsinu í miðborg London.
Big Ben gnæfir yfir þinghúsinu í miðborg London. AP

„Ég kem alveg af fjöllum. Við skuldum ekki neitt og ef við myndum skulda eitthvað hefðum við fengið rukkun fyrir því frá viðkomandi yfirvöldum,“ segir Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum.

Fram kom á vef danska útvarpsins, sem mbl.is sagði frá  fyrr í dag, að íslenska sendiráðið í Lundúnum skuldi borginni 1320 pund, 242 þúsund krónur í umferðargjöld. 

DR greinir frá því að bresk borgaryfirvöld skilgreini umrætt gjald sem þóknun en ekki skatt og því verði allir að greiða það, einnig erlendir sendimenn en um einn þriðjungur sendiráða þrjóskist við. Aðspurður segir Benedikt að það séu deildar meiningar um hvort að sendiráð eigi að greiða gjöld af þessu tagi. Jafnframt ítrekar hann að það hafi engin rukkun frá yfirvöldum í London komið inn á þeirra borð.

Þá segir Benedikt: „Mér finnst það ábyrgðarhluti af Morgunblaðinu að slá þessari fyrirsögn svona upp eins og hún kemur þarna fram án þess að vera búin að tékka það af við okkur fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert