Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgdist með lendingu tveggja sæta flugvélar sem tilkynnti um einhverskonar vélarbilun í morgun. Vélin lenti um níuleytið á Reykjavíkurflugvelli án vandkvæða.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var sett upp viðbúnaðarstig grænn en þá er fylgst með lendingu í fjarskiptakerfi slökkviliðsins.