Þór kominn til Vestmannaeyja

Þór siglir að höfninni í Eyjum.
Þór siglir að höfninni í Eyjum. Mynd/Óskar Pétur

Varðskipið Þór er nú komið til Vest­manna­eyja. Er það fyrsta stopp þess við Íslands­strend­ur síðan það sigldi af stað frá Síle í lok sept­em­ber. Skipið verður til sýn­is í Eyj­um til klukk­an átta í kvöld. Hann kem­ur síðan til Reykja­vík­ur á morg­un.

Ástæðan fyr­ir því að Þór kem­ur fyrst við í Vest­manna­eyj­um er sú að fyrsta varðskip Land­helg­is­gæslu Ísland hét Þór og hann kom frá Eyj­um. Árið 1920 keypti Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja 200 rúm­lesta dansk­an tog­ara, Thor. 1926 ákvað rík­is­sjóður að kaupa skipið af Björg­un­ar­fé­lag­inu og með þeim kaup­um var Land­helg­is­gæsla Íslands stofnuð. Þór I. strandaði við Húna­flóa 1929. Þá var Þór II. keypt­ur, hann var seld­ur árið 1946. Þór III. var smíðaður 1951 fyr­ir Gæsl­una og seld­ur 1982 og nú er Þór IV. kom­inn splunku­nýr til lands­ins.

Meðfylgj­andi er mynd­skeið sem Land­helg­is­gæsl­an hef­ur sett á netið sem sýn­ir Þór á sigl­ingu áleiðis til Eyja.

Þór sigl­ir til Vest­manna­eyja from Land­helg­is­gaesl­an on Vi­meo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert