Byrjað að skoða Guðmundar- og Geirfinnsmál

Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur, sem starfar með hópnum, Ragnhildur Hjaltadóttir …
Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur, sem starfar með hópnum, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður sem er formaður hópsins, dr. Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur.

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um málin og vilja koma á framfæri ábendingum til starfshópsins eða hafa jafnvel gögn undir höndum sem varða málin eru hvattir til að hafa samband við starfshópinn.

Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar.

Í áfangaskýrslu, sem skila á fyrir lok apríl á næsta ári, komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á.

Starfshópinn skipa: Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins. Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þá starfar með hópnum Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert