Lilja og Atli segja sig úr VG

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lilja Mósesdóttir alþingismaður sagði á landsfundi VG sem haldinn er á Akureyri, að hún ætlaði að segja sig úr flokknum og leiða nýtt stjórnmálaafl sem berðist fyrir réttlæti. Atli Gíslason alþingismaður ætlar einnig að segja sig úr flokknum.

Lilja og Atli sögðu sig úr þingflokki VG í fyrravetur vegna óánægju með fjárlagafrumvarpið, áherslur flokksins í Evrópumálum, vinnubrögð flokksforystunnar og vegna fleiri mála. Þau sögðu sig hins vegar ekki úr flokknum, en þau tilkynntu hins vegar á landsfundi hans í kvöld að það ætluðu þau að gera.

„Ég var afvegaleiddur og ég afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi,“ sagði Atli Gíslason á fundinum. Hann sagðist harma það og baðst afsökunar.

Lilja sagði flokkinn hafa borið af leið í fjölmörgum málum og tók til að mynda sem dæmi að ríkisstjórnin mismunaði skuldugum heimilum.

Frétt Smugunnar um landsfundinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert