Keppt í tölvuhakki

00:00
00:00

Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur að und­an­förnu staðið fyr­ir keppni í tölvu­hakki. Ýmir Vig­fús­son, lektor, hef­ur séð um skiplagn­ing­una og seg­ir keppn­ina eiga að vekja at­hygli á tölvu­ör­yggi. Hann seg­ir jafn­framt að marg­ir af helstu frum­kvöðlum í tölvuiðnaðinum hafi byrjað fer­il sinn sem hakk­ar­ar.

Í dag var sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar kynnt­ur. Sá heit­ir Bald­ur Gísla­son, nem­andi á öðru ári í raf­magns­verk­fræði við HR, en Bald­ur hef­ur starfað sem for­rit­ari í fjölda ára. Hakk­ara­keppni HR snýst um að brjóta sér­smíðaðan hug­búnað sem inni­held­ur í það minnsta fjór­ar ólík­ar teg­und­ir al­gengra ör­ygg­is­galla. Hug­búnaður­inn líkt og keppn­in sjálf er þróaður af tölv­un­ar­fræðideild HR.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert