Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsmeiðingar

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is / Hjörtur

Lög­reglumaður sem ók á ölvaðan öku­mann sem hann veitti eft­ir­för í fyrra var sak­felld­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir lík­ams­meiðing­ar af gá­leysi í dag. Þarf hann að greiða 150 þúsund krón­ur í sekt auk um 400 þúsund króna í mál­svarn­ar­laun verj­anda síns.

At­vikið átti sér stað þann 22. ág­úst í fyrra. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni hafði verið reynt að stöðva för bif­reiðar en ökumaður­inn sinnti því ekki. Hófst þá eft­ir­för þar sem ökumaður­inn reyndi að stinga lög­regl­una af. Endaði eft­ir­för­in í íbúðar­hverfi í Mos­fells­bæ þar sem ökumaður­inn neydd­ist til þess að stöðva bif­reiðina þar sem hann hafði ekið inn í lokaða götu.

Reyndi ökumaður­inn að stinga af á hlaup­um en á sama tíma kom lög­reglu­bif­reið inn í göt­una og ók á mann­inn. Bein­brotnaði ökumaður­inn við ákeyrsl­una en hann reynd­ist bæði und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna. Var lög­reglumaður­inn í kjöl­farið ákærður fyr­ir lík­ams­meiðing­ar af gá­leysi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka