Andlát: Páll Heiðar Jónsson

Páll Heiðar Jónsson.
Páll Heiðar Jónsson.

Páll Heiðar Jónsson, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, andaðist á Borgarspítalanum laugardaginn 12. nóvember sl.

Hann fæddist 16. febrúar 1934 í Vík í Mýrdal, sonur Jóns Pálssonar mælingafulltrúa og Jónínu Magnúsdóttur húsmóður. Systkini hans eru Guðrún og Bragi (lést 1987) og lifir Guðrún bróður sinn.

Páll Heiðar lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1952. Hann lauk endurskoðunarnámskeiði frá Háskóla Íslands 1958 og stundaði nám í félagsvísindum við sama skóla 1976. Hann var löggiltur þýðandi og dómtúlkur í ensku. Páll Heiðar starfaði við endurskoðun hjá N. Manscher 1953-57 og hjá SÍS 1958-62. Hann var skrifstofumaður hjá Flugfélagi Íslands í London 1963-71 og árið 1971 hóf hann störf sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Síðastliðin tíu ár starfaði hann sem löggiltur skjalaþýðandi.

Páll Heiðar lætur eftir sig eiginkonuna Ástu Björgvinsdóttur. Hann eignaðist sjö börn Jón Heiðar, Erla Óladóttir, Jóhanna Gunnheiðardóttir, Maria Christie Pálsdóttir, Páll Pálsson (lést 1987), Egill Heiðar Anton Pálsson og Viktoria Jóna Pröll.

Barnabörnin eru:  Einar Helgi Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, Halldór Heiðar Hallsson, Páll Heiðar Jónsson, Sigríður Maria Egilsdóttir og Matthildur Sofia Jónsdóttir. Barnabarnabörn eru: Halldóra Sif og Elín Björt Einarsdætur, Sturla Már og Jón Logi Stefánssynir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert