Kannast ekki við busanir á skipum

Sævar Gunnarsson.
Sævar Gunnarsson.

„Ég bara þekki það ekki, ég var ekki nema þrjátíu ár á sjó og ég þekki ekkert svoleiðis lagað,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, aðspurður hvort „busanir" í takt við þá sem fjallað er um í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjaness tíðkist almennt á meðal sjómanna.

Fjórir sjómenn voru dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita 13 ára dreng, sem fékk að fara í veiðiferð með skipi, kynferðislegri áreitni og níðast á honum með ýmsum hætti. Haft var eftir einum sakborningum í dómnum, að þetta hefði verið „svona væg busun". 

Að sögn Sævars eiga svona mál heima í fortíðinni. „Það var hérna í eldgamla daga en það var fyrir mína tíð og ég byrjaði á sjó árið 1960,“ segir Sævar og bætir við hann hafi heyrt sögur af slíkum hlutum þegar hann hóf fyrst störf sem sjómaður en ávallt álitið að um sögusagnir væri að ræða enda hafi hann aldrei á sínum 30 ára ferli sem sjómaður orðið var við slíkar busanir í framkvæmd.

Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka