Leita grímuklæddra manna

Lögreglan á vettvangi í kvöld.
Lögreglan á vettvangi í kvöld. Árni Sæberg

Lögreglan leitar nú tveggja grímuklæddra manna sem eru grunaðir um að hafa skotið á bíl við Sævarhöfða um kl. 22 í kvöld. Búið er að ræsa út alla sérsveitarmenn vegna málsins og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með mikinn viðbúnað.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru byssumennirnir vopnaðir haglabyssu og skutu þeir á bílinn úr annarri bifreið við bifreiðaumboð Ingvars Helgasonar og B&L, en árásarmennirnir veittu bílnum eftirför.

Talið er að afturrúða bílsins sem skotið var á hafi brotnað en ökumanninn sakaði ekki. Hann komst undan og ók á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann tilkynnti um árásina. Hann gat gefið lögreglunni lýsingu á bifreiðinni sem byssumennirnir voru í.

Ummerki um skotárás hafa fundist á vettvangi samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Lögreglan verst hins vegar allra frétta af málinu.

Skotið á bíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert