Skotið á bíl

Lögreglumenn á vettvangi í kvöld.
Lögreglumenn á vettvangi í kvöld. mynd/Presspotos.biz

Skotið var á bifreið við Sævarhöfða í Reykjavík í kvöld. Samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur sérsveit ríkislögreglustjóra verið kölluð út vegna málsins. Engan sakaði og er verið að leita byssumannsins eða mannanna.

Lögreglan verst allra frétta af málinu.

Samkvæmt heimildum mbl.is var skotið á bifreið við bílaumboð Ingvars Helgasonar og B&L við Sævarhöfða um kl. 22 í kvöld. Rúða brotnaði í bílnum en ökumanninn sakaði ekki.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is ók hann niður á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann tilkynnti árásina.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað og eru lokanir við Sævarhöfða á meðan lögreglan rannsakar vettvanginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert