Andlát: Oddur Björnsson

Oddur Björnsson.
Oddur Björnsson.

Odd­ur Björns­son, rit­höf­und­ur og leik­skáld, er lát­inn. Hann varð 79 ára. Odd­ur er höf­und­ur fjölda leik­verka sem sýnd hafa verið í leik­hús­um, í út­varpi og sjón­varpi.

Hann hlaut heiður­sverðlaun Leik­list­ar­sam­bands Íslands á Grím­unni fyrr á þessu ári fyr­ir framúrsk­ar­andi ævi­starf í þágu leik­list­ar.

Odd­ur fædd­ist 25. októ­ber 1932 í Ásum í Skaft­ár­tungu. For­eldr­ar hans voru Guðríður Vig­fús­dótt­ir hús­móðir og Björn Odds­son Björns­son prest­ur.

Að loknu stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri nam Odd­ur leik­hús­fræði við Há­skól­ann í Vín­ar­borg 1954-1956. Hann starfaði sem bóka­vörður við Borg­ar­bóka­safn Reykja­vík­ur og kenn­ari við Iðnskól­ann í Reykja­vík. Þá var hann leik­hús­stjóri hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar 1978-1980. Odd­ur hef­ur jafn­framt starfað sem rit­höf­und­ur og við leik­hús, meðal ann­ars sem leik­stjóri við Þjóðleik­húsið, Leik­fé­lag Ak­ur­eyr­ar og Rík­is­út­varpið. Þá var hann um skeið leik­hús­gagn­rýn­andi.

Hann er höf­und­ur fjölda leik­rita fyr­ir leik­svið, út­varp og sjón­varp og hafa mörg þeirra einnig verið gef­in út á bók. Meðal leik­rita má nefna Horn­kór­al­inn sem sýnd­ur var í Þjóðleik­hús­inu 1967 og 13. kross­ferðina sem sýnd var í Þjóðleik­hús­inu 1993. Af út­varps­leik­rit­um má nefna Kirkju­ferðina frá 1966, Brúðkaup furst­ans af Fern­ara frá ár­inu 1970 og Skemmtigöngu frá 1973. Þá eru eft­ir Odd sjón­varps­leik­rit­in Postu­lín frá ár­inu 1971 og Drauga­saga frá 1985.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Odds er Berg­ljót Gunn­ars­dótt­ir glerl­istamaður.

Börn hans eru Hilm­ar kvik­mynda­gerðarmaður og Elísa­bet Álf­heiður pí­anó­leik­ari.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert