Tréspíri í vodka

Um er að ræða tegundirnar V24 Original Vodka, Premium Cosmos …
Um er að ræða tegundirnar V24 Original Vodka, Premium Cosmos Vodka og Vodka AntiVirus, sem Bärenkrone GmbH & Co í Þýskalandi framleiddi.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar í gegnum viðvörunarkerfið RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) um að vodka sem framleitt er í Þýsklandi innihaldi metanól (tréspíra) sem er mjög eitrað.

Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að verksmiðjunni hafi verið lokað. Þá er tekið fram að ÁTVR hafi ekki flutt inn þessar tegundir.

Matvælastofnun beinir því hins vegar til neytenda sem kunni að hafa keypt og eigi flösku af þessum tegundum að tilkynna það viðkomandi heilbrigðiseftirliti og hella innihaldinu niður.

Metanól eða tréspíri er mjög hættulegt og veldur blindu, jafnvel dauða.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert