Ekki heimild fyrir einstefnumerkjum og því ekki sektað

Ökumaður þessa bíls, sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í …
Ökumaður þessa bíls, sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í gær, sleppur við sekt. mbl.is/Júlíus

Þar sem einstefnuskilti á Suðurgötu hafa ekki hlotið formlegt samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu telur lögregla sér ekki heimilt að sekta þá ökumenn sem láta sér detta í hug að aka gegn einstefnumerkjunum.

Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kristján segir að þar sem skiltin hafi ekki fengið samþykki lögreglu geti það athæfi borgarinnar að þverskallast við að taka þau niður flokkast sem skjalafals; þ.e. borgin sé með þessu að gefa til kynna að það sé ólöglegt að aka inn Suðurgötuna, þrátt fyrir að borgina skorti heimild til að kveða á um að þar gildi einstefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert