Steikja laufabrauð

Hulda Guðrún Agnarsdóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur og Guðrún Elín Jónasdóttir …
Hulda Guðrún Agnarsdóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur og Guðrún Elín Jónasdóttir steikja laufabrauð. mbl.is/Hafþór

Konur í Kvenfélagi Húsavíkur hafa svo lengi sem elstu menn þar í bæ muna skorið út laufabrauð, steikt það og selt til fjáröflunar fyrir félagið. Konurnar hafa í gegnum tíðina komið saman í smáum hópum í heimahúsum en í ár komu þær allar saman í  Borgarhólsskóla.

„Við gerum 1900 kökur í ár sem eru 300 fleiri en í fyrra en kökurnar kaupum við útbreiddar hjá Heimabakaríi  og skerum út og steikjum. Allt er selt fyrirfram og við finnum fyrir aukinni eftirspurn, sérstaklega hjá yngra fólki,“ sagði Hulda Guðrún Agnarsdóttir, formaður kvenfélagsins, við fréttaritara mbl.is í kvöld þegar laufabrauðsgerðin stóð sem hæst.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert