Efnislega umræðu þarf um tillöguna

Frá fundi í stjórnlagaráði.
Frá fundi í stjórnlagaráði. mbl.is/Golli

Skort hefur á umræðu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Um þetta gátu þeir sem tóku til máls á hádegisverðarfundi Lögfræðingafélags Íslands í gær verið sammála. Um annað greindi menn á.

Fyrirlesari var Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í upphafi fór hann yfir stjórnarskrána almennt og sagði að með henni væri myndaður rammi utan um stjórnmálastarf í landinu. „Við getum rifist eins og hundur og köttur um pólitík allan liðlangan daginn [...] en með stjórnarskránni og ákvæðum hennar höfum við komið okkur saman um það hvernig við ætlum að leysa þann ágreining, leiða hann til lykta eða minnsta kosti komast að niðurstöðu. Það er mjög dýrmætt að vera sammála um leikreglurnar, rammann utan um deilurnar.“

Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að Hafsteinn hafi bent á, að stjórnarskráin væri æðsta réttarheimildin og lögfræðilegt skjal sem lögfræðingar ættu að geta farið með í réttarsal og beitt fyrir sig. Hann sagði það því draga úr réttaröryggi ef sífellt væri verið að breyta ákvæðum hennar.

Hvað þetta varðar má vísa til orða Hafsteins um að orðalagi sé breytt í nánast öllum mannréttindaákvæðum, en gjarnan tekið fram í greinargerð að þau standi efnislega óbreytt. „Það er mjög sjaldgæft að dómstólar líti svo á að orðalagi ákvæða sé umturnað og endurstaflað að gamni og það hafi enga efnislega þýðingu. Ef texti ákvæðisins gefur til kynna efnisbreytingu þá eru mjög miklar líkur á því að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að um efnisbreytingu sé að ræða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka