Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu verjanda konu sem ákærð er fyrir að hafa valdið andláti barns síns á Hótel Fróni í sumar um lokað réttarhald yfir henni. Hefur úrskurðinum verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Óskaði verjandinn eftir lokuðu réttarhaldi til að vernda konuna en dómari taldi ekki ástæðu til þess að beita undantekningarákvæði laga um að loka því.